13 börn í skóla á Raufarhöfn

Frá Raufarhöfn.
Frá Raufarhöfn. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Aðeins 13 börn verða í grunnskólanum á Raufarhöfn í vetur, en fyrir þremur árum voru nemendur skólans um 30. Huld Aðalbjarnardóttir, fræðslu- og menningarfulltrúi Norðurþings, segir að gríðarleg fækkun hafi orðið í skólanum á undanförnum árum.

Grunnskólinn á Raufarhöfn bíður upp á nám fyrir börn á aldrinum 6-16 ára. Langt er síðan skólayfirvöld brugðust við fækkun barna í grunnskólanum á Raufarhöfn, en það hefur m.a. verið gert með samkennslu barna. Samhliða fækkun nemenda hefur starfsfólki skólans fækkað. Skólinn er núna samrekinn með leikskólanum.

Um síðustu áramót voru íbúar Raufarhafnar 185 og hefur þeim fækkað um 52% frá árinu 1994. Þetta er einhver mesta hlutfallslega íbúafækkun sem orðið hefur á landinu á þessu tímabili. Mest hefur fækkað í yngri aldurshópum. Með öðrum orðum þá flytur unga fólkið í burtu, en þeir eldri verða eftir. Það þarf því ekki að koma á óvart að það fækki í skólanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert