Breytir engu þó börnin fæðist hér

Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.
Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna. mbl.is

Börn sem fæðast hér á landi fá ekki sjálfkrafa ríkisborgararétt en í sumum löndum skiptir það máli. Þetta segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, en hún leggur áherslu á að við afgreiðslu mála þeirra flóttamanna sem dvelja með börn sín hér á landi ber að túlka löggjöf sem fjallar um flóttafólk í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenska ríkið er bundið af sáttmálanum.

Sex nígerískar konur hafa á þessu ári sótt um hæli hér á landi, en þær eru ýmist barnshafnandi eða með börn með sér. Mál þeirra eru nú til afgreiðslu hjá Útlendingastofnun.

Margrét María segir að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gildi um öll börn sem eru hér á landi og hann gildi líka um börn flóttafólks sem dvelja hér.

Ein kona frá Nígeríu hefur eignast barn hér á landi eftir að hún kom til landsins. Barn sem hér fæðist fær ekki sjálfvirkan ríkisborgararétt á Íslandi.

Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir að eitt af því sem stofnunin skoði í sambandi við mál þessara kvenna sé að staðfesta að þær eigi þau börn sem komu með þeim til landsins. Hann tekur fram að ekkert bendi til annars en að konurnar sé mæður barnanna.

Þorsteinn vill ekki tjá sig um frá hvaða landi konurnar komu. Hann segir að verið sé að vinna að því að afgreiða mál kvennanna. Þeim hafi verið skipaðir talsmenn sem gæti hagsmuna þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert