Öll félög hafa hækkað verð á eldsneyti

AFP

Öll olíu­fé­lög­in hafa í dag hækkað hjá sér verð á eldsneyti. Skelj­ung­ur reið á vaðið í morg­un og munaði um tíma fimm krón­um á hæsta og lægsta verði. Hækk­un annarra fé­laga var þó ekki jafn mik­il og hjá Shell sem er með enn dýr­asta eldsneytið.

Al­geng­asta verð á lítra á bens­íni er nú 254,6 krón­ur hjá Shell en 252,7 hjá N1 og Olís.

Lægsta verð á eldsneyti á höfuðborg­ar­svæðinu er hjá Ork­unni, 252,30 krón­ur lítr­inn, en þar á eft­ir kem­ur Atlantsol­ía þar sem lítr­inn kost­ar 252,4 krón­ur og hjá ÓB kost­ar lítr­inn 252,5 krón­ur.

Þegar kem­ur að dísil er verð jafn­ara milli stóru olíu­fé­lag­anna þriggja. Lítr­inn kost­ar 254,9 krón­ur hjá Shell en 252,7 hjá N1 og Olís.

Hjá ÓB kost­ar lítr­inn 254,5 krón­ur og hjá Atlantsol­íu 254,4 krón­ur. Hjá Ork­unni er ódýr­ast, greiða þarf 254,3 krón­ur fyr­ir lítra af dísi­lol­íu þar.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert