Rúmlega 5 króna verðmunur

Skelj­ung­ur hef­ur hækkað verð á eldsneyti hjá Shell og mun­ar nú rúm­um fimm krón­um á bens­ín­lítr­an­um hvort hann er keypt­ur hjá Shell eða dótt­ur­fé­lagi Skelj­ungs, Ork­unni. Kost­ar lítr­inn af bens­íni 254,60 krón­ur hjá Shell en 249,40 krón­ur hjá Ork­unni þar sem hann er ódýr­ast­ur.

Hjá öðrum olíu­fyr­ir­tækj­um kost­ar lítr­inn af bens­íni 249,50-249,70 krón­ur.

Lítr­inn af dísil er einnig dýr­ast­ur hjá Shell en þar kost­ar hann 254,90 krón­ur. Dísil­lítr­inn er ódýr­ast­ur hjá Ork­unni, 252,40 krón­ur.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka