Bannað á grundvelli einkaréttar

Frá Reykjavíkurmaraþoni 2012.
Frá Reykjavíkurmaraþoni 2012. mbl.is/Eggert

„Við ger­um samn­inga við fólk og fyr­ir­tæki. Við gerðum samn­ing við ákveðinn aðila, eins og við höf­um gert und­an­far­in ár sem tek­ur mynd­ir og sel­ur úr mark­inu. Þessi aðili er líka með þjón­ustu sem varðar birt­ingu úr­slita. Heil­an vef sem birt­ir úr­slit­in á mynd­rænu formi, í mynd­um og á mynd­skeiðum,“ sagði Svava Odd­ný Ásgeirs­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri Reykja­vík­ur­m­araþons, en eins og mbl.is greindi frá áðan hef­ur vefn­um hlaup.is verið meinað að selja mynd­ir frá maraþon­inu þar sem gerður hafði verið samn­ing­ur við sér­stak­an ljós­mynda­miðil, mar­at­hon-photos.com þar sem hægt er að slá inn nafn eða hlaupanúm­er til að finna mynd­ir eða mynd­skeið af viðkom­andi úr hlaup­inu og fá þær keypt­ar.

„Það var gerður samn­ing­ur við þenn­an miðil til reynslu í eitt ár og hann krafðist þess að hafa einka­rétt á því að selja mynd­ir,“ sagði Svava Odd­ný.

Gera einka­rétt­ar­samn­ing á grund­velli leyf­is fyr­ir hlaup­inu

Spurð að því hvort það væri lítið mál að veita slík­an einka­rétt sagði hún: „Við höf­um leyfi fyr­ir viðburðinum á þessu svæði og höf­um einn aðila sem við leyf­um að taka mynd­ir til að selja. Auðvitað er þetta allt mjög snúið um hvað megi birta á ver­ald­ar­vefn­um og það hef­ur eng­inn einka­rétt á því og auðvitað hægt að fara í málaflækj­ur um það hver megi taka mynd­ir af hverj­um. En inn­an þessa viðburðar þá aug­lýs­um við að það séu tekn­ar mynd­ir af fólk­inu í mark­inu og það séu mynd­ir sem þátt­tak­end­ur fái til­boð um að þeir geti keypt.“

Mar­at­hon-Photos eru, líkt og Reykja­vík­ur­m­araþon, með aðild að alþjóðlegu sam­tök­un­um Aims, sem eru sam­tök um gæði í hlaupa­mæl­ing­um og standa sam­an um að mæla hlaupa­braut­ir rétt. Svava Odd­ný seg­ir Reykja­vík­ur­m­araþon hafa verið með aðild að þess­um sam­tök­um frá fyrstu árum maraþons­ins. Hvort tveggja teng­ist einnig sam­tök­un­um Mileup sem sjá um tíma­mæl­ing­ar á hlaupaviðburðum.

Svava seg­ist harma að þessi árekst­ur við hlaup.is hafi komið upp, en að for­svars­menn þar hafi ekki komið að máli við for­svars­menn Reykja­vík­ur­m­araþons um hvort í lagi væri að taka mynd­ir af viðburðinum og selja þær þriðja aðila.

Ekki óheim­ilt að birta mynd­ir frá hlaup­inu

Í til­kynn­ingu sem barst frá Íþrótta­banda­lagi Reykja­vík­ur nú fyr­ir skömmu, í kjöl­far frétt­ar mbl.is seg­ir: „Vegna um­fjöll­un­ar um birt­ingu mynda úr Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka 2012 vill Íþrótta­banda­lag Reykja­vík­ur koma því á fram­færi að Reykja­vík­ur­m­araþon bann­ar ekki birt­ingu mynda úr hlaup­inu. En til að tryggja að mynda­taka fari fram á hlaup­inu og að kepp­end­ur eigi þess kost að kaupa mynd­ir hef­ur verið samið við ljós­mynd­ara um að veita þá þjón­ustu.

Þetta er þjón­usta sem tíðkast einnig í öðrum alþjóðleg­um hlaup­um sem við ber­um okk­ur sam­an við. Í ár var gerður samn­ing­ur við nýj­an aðila um þetta verk­efni.

Hingað til hef­ur ekki verið am­ast við því þó að aðrir aðilar hafi tekið mynd­ir og selt enda hafa þeir ljós­mynd­ar­ar sem gert hafa samn­ing við Reykja­vík­ur­m­araþon um að mynda hlaupið ekki gert at­huga­semd­ir við það hingað til. Nú ber svo við að op­in­ber myndaþjón­usta hlaups­ins ger­ir at­huga­semd við að aðrir séu að fara inn á þeirra verksvið. Það er því skylda okk­ar að benda þeim sem ekki hafa leyfi til að hagn­ast á mynd­um úr hlaup­inu að þeir hafi ekki rétt á að selja mynd­ir úr hlaup­inu. Birt­ing mynda er ekki óleyfi­leg held­ur ein­göngu sala þeirra.“

Þeir voru ekki allir háir í loftinu sem tóku þátt …
Þeir voru ekki all­ir háir í loft­inu sem tóku þátt í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Frá Reykjavíkurmaraþoni 2012.
Frá Reykja­vík­ur­m­araþoni 2012. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Frá Reykjavíkurmaraþoni 2012.
Frá Reykja­vík­ur­m­araþoni 2012. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Frá Reykjavíkurmaraþoni 2012.
Frá Reykja­vík­ur­m­araþoni 2012. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka