Bannað að busa á Selfossi

Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var settur formlega í morgun í íþróttahúsinu Iðu af nýjum skólameistara, Olgu Lísu Garðarsdóttur. Um 1040 nemendur eru skráðir í skólann, 51% strákar og 49% stelpur. Olga Lísa kom víða við í ávarpi sínu en mesta athygli vakti þegar hún tilkynnti að busavígslur nýnema við skólann yrðu nú lagðar niður. Í staðinn fengju nemendur tónleika. Þetta kemur fram í frétt DFS.

Nýnemarnir í íþróttahúsinu klöppuðu fyrir Olgu Lísu en eldri nemendur púuðu, segir í frétt DFS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert