Kvenþingforsetar ræða kynjaða hagstjórn

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. mbl/Ómar

Evrópskir kvenþingforsetar koma saman til fundar í Vínarborg á morgun í boði Barböru Prammer, forseta austurríska þingsins. Um er að ræða tveggja daga fund þar sem aðalumræðuefnið er staða efnahagsmála í Evrópu og kynjuð hagstjórn 

Til fundarins er boðið öllum kvenþingforsetum aðildarríkja Evrópusambandsins, auk umsóknarríkja. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sækir fundinn fyrir hönd Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert