Evrópskir kvenþingforsetar koma saman til fundar í Vínarborg á morgun í boði Barböru Prammer, forseta austurríska þingsins. Um er að ræða tveggja daga fund þar sem aðalumræðuefnið er staða efnahagsmála í Evrópu og kynjuð hagstjórn
Til fundarins er boðið öllum kvenþingforsetum aðildarríkja Evrópusambandsins, auk umsóknarríkja. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sækir fundinn fyrir hönd Íslands.