Makrílkvótinn að klárast

Faxi RE á miðunum.
Faxi RE á miðunum. Af vef HB Granda

Uppsjávarveiðiskip HB Granda áttu í morgun óveidd um tvö þúsund tonn af makríl. Versni veiðin ekki ættu skipin að nokkrum dögum liðnum að geta snúið sér alfarið að síldveiðum, en um 11.500 tonn af aflamarki HB Granda í norsk-íslenskri síld eru óveidd á vertíðinni.

Þetta kemur fram á vefsvæði HB Granda. Þar segir að í nótt hafi Faxi RE veitt um 230 tonn af makríl og síld og upp úr hádegi 100 tonn af makríl til viðbótar. Skipstjóri Faxa segir veiðina hafa gengið treglega og telur að makríllinn sé í einhverjum mæli farinn að leita út úr landhelginni. Því keppist menn við að ná kvótanum áður en það verður um seinan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert