Verðbólga í einkunnum

Nemendur eru ekki lengur valdir inn í framhaldsskóla á grundvelli …
Nemendur eru ekki lengur valdir inn í framhaldsskóla á grundvelli samræmdra prófa. Mbl.is/Eyþór Árnason

„Það sem við höf­um séð er vís­bend­ing um verðbólgu í ein­kunn­um og þó að aðal­nám­skrá­in gefi ákveðna leiðsögn, þá veit ég ekki hvernig því er fylgt eft­ir,“ seg­ir Linda Rós Mika­els­dótt­ir,“ starf­andi rektor Mennta­skól­ans í Reykja­vík, í Morg­un­blaðinu í dag.

Eft­ir að hætt var að velja nem­end­ur í fram­halds­skóla á grund­velli sam­ræmdra prófa hef­ur orðið erfiðara fyr­ir fram­halds­skól­ana að meta getu um­sækj­enda. Borið hef­ur á því að ein­kunn­ir úr grunn­skóla gefi ranga mynd af raun­veru­legri stöðu nem­enda að mati skóla­stjórn­enda í fram­halds­skól­um.

„Það er sárt að fylgj­ast með nem­anda sem kem­ur með góðar ein­kunn­ir inn í námið og hlakk­ar til að tak­ast á við lífið framund­an. Síðan kem­ur í ljós að viðkom­andi hef­ur ekki þann grunn sem ein­kunn­irn­ar gefa til kynna og ræður þar af leiðandi illa við námið. Þetta er svo mikið hrun á sjálfs­mati og niður­brot fyr­ir ein­stak­ling­inn og það á ég verst með að sætta mig við,“ seg­ir Linda Rós.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert