„Þetta var allt á rólegu nótunum,“ segir Gísli Árnason formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Skagafirði en fyrri degi flokksráðsfundar af tveimur er lokið. Meðal þess sem fór fram í kvöld var pallborð um störf Alþingis og helstu þingmálin.
Gísli segir lítið sem ekkert að frétta eftir kvöldið, eitthvað hafi verið um fyrirspurnir en engar heitar umræður. Hann segist efast um að nokkuð verði um harkalega átök þegar kemur að málefnum VG og komandi kosningabaráttu.
Meðal þess sem verður á dagskrá morgundagsins eru málefnahópar um landbúnaðarstefnu flokksins, utanríkismálastefnuna og lýðræðisstefnu.