Framtíðin er einstaklingsmiðað nám

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við skoðuðum þetta eft­ir að sam­ræmdu próf­in voru af­num­in 2008. Þá urðum við ekki vör við neina sveiflu í ein­kunn­um og við mun­um halda áfram að fylgj­ast með því,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir mennta­málaráðherra um mögu­lega verðbólgu í ein­kunn­um í grunn­skól­um. Skóla­stjórn­end­ur í fram­halds­skól­um segja matið á frammistöðu nem­enda ójafnt eft­ir grunn­skól­um og það bitni á nem­end­um sem fái vill­andi skila­boð um eigið ágæti.

„Við vilj­um ein­stak­lings­miða námið meira og skól­inn komi meira til móts við þarf­ir hvers og eins og að skól­arn­ir geti tekið fram fjöl­breytt­ara náms­fram­boð. Það er í takt við það sem er að ger­ast allstaðar í heim­in­um.“

Meira svig­rúm við inn­tök­ur

Katrín seg­ir að fram­halds­skól­arn­ir hafi nú meira svig­rúm sam­kvæmt nýrri nám­skrá til þess að laga inn­töku að breytt­um tím­um. Nú sækja 96-99% nem­enda um fram­halds­skóla og seg­ir Katrín það mikla breyt­ingu í sam­fé­lag­inu á stutt­um tíma.

„Fram­halds­skól­ar eru að vinna að því að bjóða upp á fjöl­breytt­ara nám sem er meira við hæfi ólíkra hópa. Skól­arn­ir þurfa ekki að miða bara við ein­kunn­ir við val á nem­end­um í fram­halds­skóla. Þeir geta tekið mið af því hvort nem­andi er í tón­list­ar­námi, íþrótt­um eða sterk­ur fé­lags­lega til dæm­is. Þeir geta ákveðið hvort þeir vilji hafa jöfn kynja­hlut­föll og hvort þeir vilja veita fólki úr hverf­inu for­gang. Það er al­gjör­lega val skól­anna sjálfra. Þetta snýst um að það skipt­ir máli að náms­matið sé fjöl­breytt og það end­ur­spegli skóla­starfið.“

Sam­ræmd próf ekki lyk­ill­inn

Sam­ræmdu próf­in í lok 10.bekkj­ar voru af­num­in 2008. Síðan þá hafa verið hald­in sam­ræmd könn­un­ar­próf í upp­hafi 10. bekkj­ar sem Katrín tel­ur nýt­ast þeim vel til að fylgj­ast með fram­vindu grunn­skól­anna.

„Framtíðar­sýn okk­ar er að sam­ræmdu könn­un­ar­próf­in verði ra­f­ræn þannig að þau miðist við getu hvers og eins. En þetta eru bara könn­un­ar­próf en ekki end­an­legt náms­mat, þetta get­ur þó verið góður kvarði á ár­ang­ur­inn heilt yfir.

Við leggj­um áherslu á að það sé fag­mennska bæði í grunn­skól­um og fram­halds­skól­um, þeir verða að geta treyst hvor öðrum. Sam­ræmd próf eru ekki lyk­il­inn, held­ur snýst þetta um að við vilj­um auka fjöl­breytt­ara náms­mat og fag­mennsku.“

Skóli án aðgrein­ing­ar

Guðbjörg Ragn­ars­dótt­ir, vara­formaður Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara, legg­ur áherslu á að inn­tök­ur í fram­halds­skóla verði að vera í takt við grunn­skól­ann. „Við erum með skóla sem eru skól­ar án aðgrein­ing­ar, þar er krafa um að við mæt­um nem­end­um á því stigi sem þeir eru.

Ef inn­tök­ur í fram­halds­skóla eiga að vera í takt við það sem við erum að gera þurfa þær að vera ein­stak­lings­miðaðar.“

Með því að mæta nem­end­um á því stigi sem þeir eru á, á Guðbjörg við að náms­efnið sé aðlagað að nem­and­an­um sem tek­ur síðan próf úr því efni sem hann hef­ur fengið í hend­urn­ar. Því fara ekki all­ir í jafn þung próf. Einnig eru ekki sömu bæk­ur fyr­ir alla nem­end­ur ásamt því að þeir fá misþung verk­efni.

„Í sam­ræmdu próf­un­um fara all­ir í sama prófið óháð hvar þeir standa og ein­stak­lings­miðun er því eng­in. Auðvitað er nú vanda­samt fyr­ir fram­halds­skóla að taka við nem­end­um þar sem þú veist ekki hvað stend­ur á bak við ein­kunn­ina. Það þarf að finna ein­hvern flöt á þessu, hvernig við get­um gert þetta vel.

Þetta mót­ast allt af lög­um og regl­um. Mér finnst þó mun eðli­legra að við mæt­um nem­end­um þar sem þeir eru, þar sem við erum með og vilj­um vera með skóla fyr­ir alla.“

Ein­kunn­ir ekki sam­bæri­leg­ar

„Þegar ein­kunn­ir eru sett­ar sam­an hlið við hlið með ólík­an bak­grunn, eru þær í raun ekki sam­bæri­leg­ar,“ seg­ir Sig­ur­grím­ur Skúla­son, sviðsstjóri próf­deilda hjá Náms­mats­stofn­un. Hann tel­ur eðli­legt að þeir fáu fram­halds­skól­ar sem nota aðeins ein­kunn­ir við inn­tök­ur nem­enda séu með ein­hver próf þar á bak við sem eru sam­bæri­leg.

„Ég tel þó ekki að við þurf­um próf af þeirri stærðargráðu sem sam­ræmdu próf­in voru orðin fyr­ir inn­tök­una,“ seg­ir Sig­ur­grím­ur. Hann tel­ur ekki æski­legt að fara í sama far­veg og áður var með sam­ræmd­um próf­um, en tel­ur þó nauðsyn­legt að koma á ein­hverju kerfi milli skóla­stiga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert