Gríðarleg umferð í norðurátt

Þeir sem ætla að heimsækja Akureyri yfir helgina komast hægt …
Þeir sem ætla að heimsækja Akureyri yfir helgina komast hægt yfir vegna mikillar umferðar. Ernir Eyjólfsson

Gríðarleg bílaumferð er nú frá höfuðborginni til Akureyrar. Að sögn ökumanns sem staddur er í bílaþvögunni hreyfist umferðin löturhægt og mynda bifreiðirnar þétta perlufesti alla leiðina norður.

Lögregla sinnir umferðareftirliti víða á leiðinni en að sögn lögreglunnar á Blönduósi hefur umferðin gengið slysalaust fyrir sig, en beinir þeim tilmælum til ökumanna að sýna þolinmæði.

Mikið verður um að vera á Akureyri um helgina en þar fer fram Afmælisvaka, er 150 ára afmælishátíð Akureyrar. Hátíðarhöldin hófust í dag en þeim lýkur ekki fyrr en 2. september. Á afmælisdaginn sjálfan 29. ágúst, munu skólabörn safnast saman í miðbænum og gefa Akureyrarbæ einstaka afmælisgjöf. Bæjarstjórn Akureyrar heldur hátíðarfund í Hofi og Afmæliskór Akureyrar flytur Tónagjöf til bæjarbúa, ný verk nokkurra tónskálda sem tengjast bænum. 

Nánari upplýsingar um dagskrá afmælishátíðarinnar má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert