„Mitt svar er NEI“

Gestir flokksráðsfunds Vinstri Grænna hlustuðu einbeittir á ræðu Katrínar Jakobsdóttur …
Gestir flokksráðsfunds Vinstri Grænna hlustuðu einbeittir á ræðu Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra. mbl.is

Katrín Jak­obs­dótt­ir mennta­málaráðherra var bjart­sýn í ræðu sinni í upp­hafi flokks­ráðsfund­ar Vinstri grænna sem fram fer á Hól­um í Hjalta­dal yfir helg­ina.

Í ræðu Katrín­ar kom fram að flokks­menn Vinstri grænna mættu vera stolt­ir yfir verk­um sín­um í meiri­hluta­sam­starf­inu. „Nú þegar átta mánuðir eru til alþing­is­kosn­inga er gleðilegt að geta sagt að við höf­um náð grund­vall­ar­mark­miðum rík­is­stjórn­ar­sam­starfs­ins,“ sagði Katrín. 

Hún skil­greindi ár­ang­ur­inn svo: „Verðbólg­an er nú kom­in niður í 4,6% og fer minnk­andi líkt at­vinnu­leysið sem er einnig komið niður í 4,6%. Kröft­ug­ur vöxt­ur í lands­fram­leiðslunni sem bygg­ist á raun­veru­leg­um for­send­um er einnig haf­inn eft­ir 11% sam­drátt árin 2009 til 2012. Síðast en ekki síst hef­ur staða rík­is­sjóðs stór­batnað og stefn­ir í að hann verði orðinn sjálf­bær við lok þessa árs. Þessi ár­ang­ur renn­ir traust­um stoðum und­ir þau öfl­ugu vel­ferðar- og mennta­kerfi sem við vilj­um reka og skap­ar for­send­ur fyr­ir enn frek­ari efl­ingu,“ sagði Katrín.

Snýst ekki um um­sókn að ESB

Hún ræddi um­deild­ar skatta­kerf­is­breyt­ing­ar meiri­hluta­stjórn­ar­inn­ar. „Þær breyt­ing­ar sem gerðar voru á skatt­kerf­inu um ára­mót­in 2009 til 2010 hafa orðið til þess að auka jöfnuð í sam­fé­lag­inu með því að færa skatt­byrði af þeim tekju­lágu yfir á þá tekju­hærri,“ sagði Katrín.

Katrín var ómyrk í máli þegar kom að Evr­ópu­sam­bandsum­ræðu. „Stjórn­ar­sam­starfið snýst ekki um um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Það snýst um að skapa vel­ferðarsam­fé­lag á Íslandi. Meðal þeirra spurn­inga sem við þurf­um að svara í því sam­hengi er hvort aðild að Evr­ópu­sam­band­inu þjóni því mark­miði eða ekki. Mitt svar við þeirri spurn­ingu er NEI, en ég vil eigi að síður spyrja þjóðina sömu spurn­ing­ar,“ sagði Katrín.

Ill­deil­ur og átök

Hún lýsti yfir von­brigðum með sundr­ungu inn­an Vinstri grænna. „Stærstu von­brigði mín á kjör­tíma­bil­inu eru að sú samstaða og sam­heldni sem ein­kennt hef­ur okk­ar hreyf­ingu frá upp­hafi hef­ur horfið. Í staðinn hafa komið ill­deil­ur og átök. Það er að sjálf­sögðu eðli­legt að tek­ist sé á um mál­efni. Það hef­ur verið ein­kenni og styrk­ur Vinstri grænna að hver og einn eigi rödd og við höf­um stært okk­ur af því að hafa þá umræðu opna og gagn­sæja og ótt­ast ekki and­stæð sjón­ar­mið. Þögg­un og ótti við umræðu var ein­mitt eitt af því sem ein­kenndi sam­fé­lagið fyr­ir hrun og það vilj­um við ekki end­ur­taka,“ sagði Katrín.

Í lok ræðunn­ar stappaði Katrín stál­inu í flokks­systkini sín. „Að und­an­förnu hef­ur ár­ang­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar orðið æ ljós­ari – reynd­ar er hann svo aug­ljós að nei­kvæðustu radd­ir sam­fé­lags­ins eru hætt­ar að reyna að and­mæla hon­um en reyna þess í stað að tala hann niður. Árang­ur okk­ar er óum­deil­an­leg­ur og við eig­um að vera stolt af hon­um og stolt af rík­is­stjórn­inni,“ sagði Katrín.

„Stærstu vonbrigði mín á kjörtímabilinu eru að sú samstaða og …
„Stærstu von­brigði mín á kjör­tíma­bil­inu eru að sú samstaða og sam­heldni sem ein­kennt hef­ur okk­ar hreyf­ingu frá upp­hafi hef­ur horfið,“ sagði Katrín í ræðu sinni. nor­d­en.org/​Magn­us Fröder­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert