„Ég ætla að taka mér frí frá þessum fundi,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, en flokksráðsfundur Vinstri grænna hefst í dag á Hólum í Hjaltadal.
Í umfjöllun um fundinn í Morgunblaðinu í dag segist Þráinn ekki alveg sjá hvaða tilgangi fundirnir þjóni og bendir á að honum finnist stjórnmálaumræður og -ályktanir flokksráðsfunda litlu skila.