Talsmaður neytenda kominn til slökkviliðsins

Gísli Tryggvason talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason talsmaður neytenda. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Embætti talsmanns neytenda hefur fengið inni í Skógarhlíð 14 þar sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er til húsa ásamt fleiri öryggisstofnunum.

Innanríkisráðuneytið tók ákvörðun um þennan flutning eftir að Neytendastofa, þar sem talsmaður neytenda hefur haft aðsetur, „ákvað einhliða að úthýsa embættinu án gildra ástæðna,“ eins og segir á heimasíðu talsmanns neytenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert