Tveir menn handteknir í Sundahöfn

Eimskip í Sundahöfn
Eimskip í Sundahöfn mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir útlendir menn voru handteknir af lögreglu í Sundahöfn í nótt. Mennirnir voru í leyfisleysi á svæðinu og reyndu að komast um borð í eitt skipa Eimskips. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru mennirnir vistaðir í fangageymslu og verða skýrslur teknar af þeim í dag.

Hælisleitendur hafa ítrekað brotist inn á svæði Eimskips í Sundahöfn undanfarna mánuði í tilraunum til að komast burt frá landinu, iðulega með flutningaskipum sem stefna til Bandaríkjanna og Kanada. Síðan í maí hafa mál af þessu tagi a.m.k. 10 sinnum komið upp. 

Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar sagði í samtali við Morgunblaðið í lok júlí að það stefni í verulega fjölgun hælisleitenda hér á landi næstu árin. Minnihluti þeirra vill hins vegar hér á landi, en stoppa hér í tilraun sinni til að komast áfram til Norður-Ameríku. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert