Hækkun skattsins slæm fyrir marga

Erlendir ferðamenn.
Erlendir ferðamenn. mbl.is/Eggert

„Hækkun virðisaukaskattsins mun ekki aðeins koma sér illa fyrir hótelin heldur greinina í heild sinni, flugfélögin, bílaleigurnar, verslanir, veitingahús og alla þá sem á einhvern hátt hafa tekjur af ferðamönnum.“

Þetta segir Sander Van Opstal, eigandi hollensku ferðaskrifstofunnar Askja Reizen, um fyrirhugaða hækkun stjórnvalda á virðisaukaskatti á hótelgistingu, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Ef hækka eigi skattinn af hótelgistingu í 25,5% muni það hafa bein áhrif á hvaða áfangastaði ferðamenn velja, hætt sé við að Ísland verði ekki lengur sá valkostur sem það hefur verið nú seinni árin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert