Hafa verulegar áhyggjur af starfsemi leigubifreiða

Deilur um starfsemi leigubifreiða á Suðurnesjum komu í vikunni inn á borð bæjarráðs Reykjanesbæjar og var Árna Sigfússyni, bæjarstjóra þar, falið að vinna í málinu, eins og það er orðað í fundargerð.

Áður fyrr voru sérstök þjónustusvæði fyrir leigubifreiðar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, en nú er svæðið algerlega opið. „Eftir að skipulagi þjónustu leigubifreiða var breytt telja þeir, sem hafa leigubílarekstur hér að atvinnu, að aðstaða þeirra hafi versnað til muna,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Að sögn Árna snýst óánægja leigubílstjóra m.a. um flugstöðina í Keflavík, en hann segir að dæmi séu um að leigubílstjórar frá Reykjavík taki bara til sín farþega sem eigi leið til höfuðborgarinnar.

„Það er eitthvað um að þeir hafni því að taka farþega sem ætla að ferðast um svæðið hér og það er algerlega ótækt. Það er hvimleitt að fólki sé vísað frá leigubifreiðum vegna þess að það býr á Suðurnesjum,“ segir Árni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert