Kraumar í Skaftárkötlum (myndskeið)

Sig í Skaftárkatli í Vatnajökli árið 2006.
Sig í Skaftárkatli í Vatnajökli árið 2006. mbl.is/Rax

Líða fer að hlaupi í Skaft­ám en staðsetn­ing ís­skjálfta í vestri Skaft­ár­katli bend­ir til þess að hlaup­vatn sé nú í um 20 km fjar­lægð frá jök­ul­sporðinum. Það þýðir að hlaupið mun ekki ná í Skaftá fyrr en seint í kvöld eða snemma á morg­un. Hlaup úr vest­ari katl­in­um eru minni en hlaup úr eystri katl­in­um og því einnig hættu­minni.

Jón Grét­ar Sig­urðsson, flugmaður Atlants­flugs í Skafta­felli, flaug yfir svæðið um há­deg­is­bilið í dag og staðfesti að hlaupið kæmi úr vestri katl­in­um. „Þetta er allt á byrj­un­arstigi og al­veg ljóst að vest­ari ketill­inn á eft­ir að hlaupa mjög fljót­lega, enda al­veg smekk­full­ur eins og sést glöggt í mynd­band­inu,“ seg­ir Jón Grét­ar. 

Katl­arn­ir hlaupa sinn í hvora ána. „Vest­ari ketill­inn hleyp­ur yf­ir­leitt í Túná og sá eystri í Skaftá. Tölu­verð um­brot eru nú á jökl­in­um en meiri drama­tík er yf­ir­leitt í kring­um eystri ketil­inn,“ seg­ir Jón Grét­ar. 

Hann seg­ir aðstæður svipaðar og þegar síðast hljóp, en það var úr vest­ari katl­in­um í júlí 2011. „Áhrifa­svæðið er minna en við héld­um en samt sem áður er um mjög stórt svæði að ræða,“ seg­ir Jón Grét­ar.  

Frá því kl. 21 í gær­kvöldi hef­ur ís­skjálfta­virkni sést á jarðskjálfta­mæl­um Veður­stof­unn­ar á Gríms­fjalli og Skrok­köldu og Jök­ul­heim­um. Mælt er með að fólk fari ekki að út­falli hlaups­ins þar sem hætta er á brenni­steinsgasi á því svæði. Einnig má vænta að það hlaupi úr eystri katl­in­um á næstu dög­um eða vik­um. 

Tengd frétt: Vara við eit­ur­guf­um og vatna­vöxt­um

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert