Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði tvívegis í vikunni um gengislánamálin með fulltrúum fjármálafyrirtækja.
Nefndin vill ganga úr skugga um að þeir viðskiptavinir fyrirtækjanna sem tekið hafi gengistryggð lán fái allir sambærilega og sanngjarna meðferð óháð því hvort þeir hafi tekið lánin hjá viðskiptabönkunum, Lýsingu eða Dróma.
Sömuleiðis að fyrirtækin tryggi endurgreiðslur til þeirra sem ofgreiði lán og tryggi úrræði svo kröfur lántakenda fyrnist ekki, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.