Bjarni og Jón voru ekki á fundinum

Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG.
Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir tvo flokksráðsfundi hafa verið haldna af flokknum um helgina. Annar þeirra hafi farið fram á Hólum í Hjaltadal og þann fund hafi hann sjálfur setið. Þar hafi bæði mæting og samstaða verið góð og allar ályktanir samþykktar með miklum meirihluta atkvæða.

„Ég veit ekki hvar hinn fundurinn var haldinn en af honum eru sagðar þær fréttir að þar hafi komið fram stigvaxandi óánægja meðal flokksmanna sem gæti jafnvel leitt til stjórnarslita. Engar slíkar ályktanir hafa enn birst frá þessum fundi mér vitanlega,“ segir Björn og vísar í frétt á vef Ríkisútvarpsins.

Hann segir að þeir sem hafi verið til frásagnar af síðarnefnda fundinum hafi aðallega verið einstaklingar sem ekki voru á fundinum á Hólum og vísar þar til Bjarna Harðarsonar, varabæjarfulltrúa VG í Árborg, og Jóns Bjarnasonar, þingmanns VG og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

„Enn hefur ekki verið talað við fundarmenn á flokksráðsfundinum sem ég sat á Hólum í Hjaltadal í fjölmiðlum. Það hlýtur þó að koma að því fljótlega ef jafnvægi á að vera í frásögnum þeirra sem þar voru og þeirra sem þar voru ekki,“ segir Björn að lokum.

Heimasíða Björns Vals Gíslasonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka