Gjald á fjármagnsflutninga betur lagt á fyrr

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Ómar

„Við værum búin að losa gjaldeyrishöftin ef gjaldið hefði verið tekið upp fyrr. Auk þess hefði ekki þurft að skera jafnmikið niður í velferðarkerfinu,“ segir Lilja Mósesdóttir alþingismaður á Facebook-síðu sinni vegna frétta af því að Seðlabanki Íslands hafi meðal annars í hyggju að leggja gjald á fjármagnsflutninga til þess að koma í veg fyrir fjármagnsflótta við afnám gjaldeyrishaftanna. Hún hafi sjálf lagt það til haustið 2008.

„Hin svokallaða norræna velferðarstjórn hlustaði bara á AGS [Alþjóðagjaldeyrissjóðinn] sem setti stopp á útstreymi snjóhengjunnar og hækkaði vexti til að tryggja hagsmuni erlendra fjármagnseigenda. Hvergi hefur AGS tekist jafnvel að gera venjulegt fólk að skuldaþrælum, enda fá lönd bæði með háa vexti og verðtryggingu á krepputímum,“ segir Lilja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert