Gjald á fjármagnsflutninga betur lagt á fyrr

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Ómar

„Við vær­um búin að losa gjald­eyr­is­höft­in ef gjaldið hefði verið tekið upp fyrr. Auk þess hefði ekki þurft að skera jafn­mikið niður í vel­ferðar­kerf­inu,“ seg­ir Lilja Móses­dótt­ir alþing­ismaður á Face­book-síðu sinni vegna frétta af því að Seðlabanki Íslands hafi meðal ann­ars í hyggju að leggja gjald á fjár­magns­flutn­inga til þess að koma í veg fyr­ir fjár­magns­flótta við af­nám gjald­eyr­is­haft­anna. Hún hafi sjálf lagt það til haustið 2008.

„Hin svo­kallaða nor­ræna vel­ferðar­stjórn hlustaði bara á AGS [Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn] sem setti stopp á út­streymi snjó­hengj­unn­ar og hækkaði vexti til að tryggja hags­muni er­lendra fjár­magnseig­enda. Hvergi hef­ur AGS tek­ist jafn­vel að gera venju­legt fólk að skuldaþræl­um, enda fá lönd bæði með háa vexti og verðtrygg­ingu á kreppu­tím­um,“ seg­ir Lilja.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka