Landsfundur Samfylkingarinnar í febrúar

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, á landsfundi flokksins 2009 þegar hún …
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, á landsfundi flokksins 2009 þegar hún var kjörin formaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samþykkt var á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina að landsfundur flokksins fari fram 1.-3. febrúar á næsta ári. Fram kemur á heimasíðu Samfylkingarinnar að landsfundanefnd hafi þegar hafið störf en gert sé ráð fyrir að fundurinn verði haldinn á höfuðborgarsvæðinu og þá líklegast í Reykjavík.

Einnig voru samþykktar á fundinum reglur um val á framboðslista fyrir komandi þingkosningar sem fyrirhugaðar eru í apríl á næsta ári. Fjórar leiðir verða í boði fyrir kjördæmisráð og flokksráð við valið en þær eru: flokksval þar sem eingöngu flokksfélagar taka þátt, flokksval þar sem bæði flokksfélagar og skráðir stuðningsmenn taki þátt, kjörfundur eða uppstillingarnefnd.

Lokað var hins vegar á þann möguleika að halda opin prófkjör en sú leið hefur orðið fyrir talsverðri gagnrýni á vettvangi Samfylkingarinnar og meðal annars verið sögð stuðla að sundrungu. Skiptar skoðanir hafa þó verið um það innan flokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert