Situr veislu með Jóhönnu

Helle Thorning-Schmidt kemur til veislunnar.
Helle Thorning-Schmidt kemur til veislunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, mætti síðdegis í kvöldverðarboð í boði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu.

Jóhanna og frú Jónína Leósdóttir buðu danska forsætisráðherranum og föruneyti hennar í kvöldverðarboðið, en Thorning-Schmidt kom í opinbera heimsókn til Íslands í dag.

Thorning-Schmidt og Jóhanna áttu ásamt ráðgjöfum sínum fund á Þingvöllum í dag þar sem rætt var um efnahagsmál, umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og fleiri mál.

Helle Thorning-Schmidt heldur af landi brott áleiðis til Grænlands í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert