„Valdabrask“ af hálfu ríkisstjórnarinnar

mbl.is/Einar Falur

Veiðimálastofnun er á meðal þeirra stofnana sem færast munu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þegar breytt skipan stjórnarráðsins tekur gildi um mánaðamótin.

Ýmsir hagsmunaaðilar eru mótfallnir flutningi stofnunarinnar til ráðuneytisins, þ.ám. Landssamband veiðifélaga, en formaður þess, Óðinn Sigþórsson, segir að reynslan af umhverfisráðuneytinu sé þess eðlis að því sé ekki treyst.

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir flutning Veiðimálastofnunar harðlega í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „Að mínu mati er hér um að ræða birtingarmynd mjög ógeðfellds valdabrasks sem hefur átt sér stað innan og á milli ríkisstjórnarflokkanna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert