Vélmenni í stað myndatökumanns

Iðnaðarvélmenni sem eru staðsett á Keili á Suðurnesjum voru notuð til að mynda sjónvarpsauglýsingu á dögunum en listamaðurinn og verkfræðingurinn Harald Haraldsson á heiðurinn af gerð hennar. Hann segir mikla vinnu hafa farið í að forrita vélmennin svo að þau hreyfist í takt við tónlistina. 

Harald, sem nam verkfræði við Tokyo Institute of Technology, segir að gamall draumur hafi ræst með því að fá að vinna með vélmennin sem áður voru notuð við bílaframleiðslu í Þýskalandi en nýtast nú við kennslu í Keili. 

Í fyrravor vann Harald að sjónlistaverkinu Prisma 1666 þar sem er unnið með Prisma og endurvarp ljóss sem Harald segir vera einskonar óð til frægrar tilraunar sem breski vísindamaðurinn Isaac Newton gerði árið 1666.  

Hér er hægt sjá stutta mynd um gerð auglýsingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert