Fá ekki gögn í nauðgunarrannsókn

Loftmynd sem sýnir Herjólfsdal í Vestmannaeyjum
Loftmynd sem sýnir Herjólfsdal í Vestmannaeyjum mynd/Frosti Heimisson

Hæstirétt­ur hef­ur hafnað kröfu lög­reglu­stjór­ans á Sel­fossi um að Sím­an­um verði gert að af­henda lög­reglu upp­lýs­ing­ar um inn- og út­hring­ing­ar um þau fjar­skipta­möst­ur sem náðu inn í Herjólfs­dal á tíu mín­útna tíma­bili aðfaranótt frí­dags versl­un­ar­manna.  Sneri Hæstirétt­ur þar við niður­stöðu Héraðsdóms Suður­lands sem hafði fall­ist á beiðni lög­reglu. 

Lög­regl­an á Sel­fossi rann­sak­ar kyn­ferðis­brot gegn ólögráða stúlku aðfaranótt mánu­dags­ins 6. ág­úst sl. við Fjósaklett í Herjólfs­dal í Vest­manna­eyj­um. Stúlk­an hef­ur gefið lýs­ingu á sak­born­ingi og klæðnaði hans og tel­ur lög­regl­an að við skoðun á upp­töku úr eft­ir­lit­s­kerfi, sem sett var upp vegna Þjóðhátíðar um helg­ina, megi sjá karl­mann, sem svipi til lýs­ing­ar á sak­born­ingi, hlaupa frá brota­vett­vangi.

Á upp­tök­unni megi einnig greina að maður­inn tali í farsíma. Lög­regl­an tel­ur mik­il­vægt að fá umbeðnar upp­lýs­ing­ar um sím­töl í Herjólfs­dal á þessu tíma­bili svo sanna megi deili á þeim manni sem sést á upp­tök­unni úr eft­ir­lit­s­kerf­inu.

Í dómi Hæsta­rétt­ar kom fram að heim­ild til að afla gagna sam­kvæmt lög­um um meðferð saka­mála væri íþyngj­andi rann­sóknar­úr­ræði sem fæli í sér und­an­tekn­ing­ar­reglu frá 1. mgr. 71. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar og af þeim sök­um yrði ákvæðið ekki skýrt rýmra en leiðir af texta þess.

Skil­yrði til að afla um­ræddra gagna væri að rök­studd­ur grun­ur væri fyr­ir hendi um að til­tek­inn sími eða fjar­skipta­tæki hefði verið notað í tengsl­um við refsi­vert brot. Í því máli sem hér var til meðferðar beind­ist krafa lög­reglu ekki að til­tekn­um síma eða fjar­skipta­tæki, held­ur að því að veitt­ar yrðu all­ar upp­lýs­ing­ar um alla farsíma sem hringt var úr eða í um fjar­skipta­möstr­in á til­greind­um tíma. Þar sem krafa lög­reglu­stjóra gekk lengra en rúmaðist inn­an orðalags 80. gr. laga um meðferð saka­mála er henni hafnað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert