„Hér varð náttúrlega hrun“

Sigríður Ásthildur Andersen
Sigríður Ásthildur Andersen

„Frétta­rit­ari Rík­is­út­varps­ins í London tók langt viðtal við Ólaf Þór Hauks­son, sér­stak­an sak­sókn­ara, fyr­ir Speg­il­inn í síðustu viku, en frétta­rit­ar­inn hef­ur virst vera nokk­ur áhugamaður um ákær­ur eft­ir banka­hrun“, seg­ir Sig­ríður Ásthild­ur And­er­sen, varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Hún seg­ir í grein sinni að meðal þess sem frétta­rit­ar­inn spurði um var hvort upp­tök­ur af einkasím­töl­um fólks sem sér­stak­ur sak­sókn­ari hefði hlerað yrðu birt­ar á net­inu.

Þá seg­ir Sig­ríður Ásthild­ur: „Nú er lík­lega eðli­leg­ast að af­greiða þessa spurn­ingu sem hverja aðra vit­leysu sem ekki verðskuldi neina um­fjöll­un. En hún má einnig vera dæmi um hvernig banka­hrunið get­ur enn ruglað fólk í rím­inu og látið það missa sjón­ar á svo mörgu sem það ef­laust myndi skilja mæta­vel við all­ar aðrar aðstæður“.

Síðar í grein sinni seg­ir hún: „Og svo aft­ur sé vikið að spurn­ingu frétta­rit­ar­ans um hvort upp­tök­ur af einkasím­töl­um fólks verði sett­ar á netið, þá blas­ir auðvitað við að það verður ekki gert. Menn hafa rann­sakað al­var­leg mál áður en banka­hrunið varð. Menn hafa rann­sakað morð, lík­ams­árás­ir, nauðgan­ir og flesta glæpi aðra og aldrei nokk­urn tíma hef­ur nokkr­um manni dottið í hug að upp­tök­ur hleraðra sím­tala yrðu birt­ar á net­inu. In­ter­net­inu!“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert