Sagði sig úr VG og vill stofna nýjan vinstriflokk

Þorvaldur Þorvaldsson (t.v.).
Þorvaldur Þorvaldsson (t.v.). mbl.is/Skapti

Þorvaldur Þorvaldsson, sem setið hefur í flokksráði Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um árabil, hyggst beita sér fyrir stofnun nýs vinstriflokks.

Þorvaldur kom að stofnun VG á sínum tíma og hefur verið virkur í innra starfi flokksins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Flokkurinn hefur í reynd algjörlega fylgt markaðshyggju og ekki þorað né viljað storka auðvaldinu,“ segir Þorvaldur sem segist eiga marga skoðanabræður innan VG. Margir hafi þegar gengið úr flokknum og fleiri stefni á að gera það á næstunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert