Stórsigur á ólympíuskákmótinu

Íslenska kvennasveitin keppti við Namibíu.
Íslenska kvennasveitin keppti við Namibíu.

Báðum viðureignum dagsins á ólympíuskákmótinu lauk með stórsigri íslensku liðanna.  Í opnum flokki vannst 4-0 sigur á liði Hong Kong og í kvennaflokki var sveit Namibíu lögð með sama mun. 

Hannes Hlífar Stefánsson, Henrik Danielsen, Hjörvar Steinn Grétarsson og Þröstur Þórhallsson tefldu í opnum flokki en Dagur Arngrímsson hvíldi.   Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Elsa María Kristínardóttir tefldu í kvennaflokki.  Þetta er í fyrsta skipti sem Hallgerður Helga teflir á fyrsta borði en Lenka Ptácníková hvíldi í dag.

Bæði íslensku liðin tefla við sterka andstæðinga á morgun.  Liðið í opnum flokki teflir við sveit Argentínu, sem er sú 29. sterkasta. Liðið í kvennaflokki mætir sveit Ísraels sem er sú 25. sterkasta.  Bæði liðin eru því að tefla töluvert upp fyrir sig.

158 lið taka þátt í opnum flokki og er íslenska liðið talið það 49. sterkasta miðað við meðalstig.  Í kvennaflokki eru þátttökuþjóðirnar 128 og er Ísland talið það 63. sterkasta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert