Systkinin samtals 882 ára

Á dög­un­um bár­ust frétt­ir af níu systkina hópi á Sar­din­íu sem tal­inn er sá elsti í heimi, en sam­an­lagt hafa systkin­in lifað í 818 ár. Systkin­in hafa form­lega verið skráð á heims­metal­ista Guinn­es. Ljóst er að höf­und­ar list­ans hafa ekki kembt ís­lensk­ar sveit­ir af mik­illi natni því hér á landi má finna hóp ell­efu systkina sem sam­tals eru 882 ára og skjóta þau því systkin­un­um á Sar­din­íu ræki­lega ref fyr­ir rass. Í gær var svo sögð frétt af því á mbl.is  í sum­ar fögnuðu Ol­sen-systkin­in í Ritu­vík í Fær­eyj­um því að sam­an­lagður ald­ur þeirra er þúsund ár.

Sveita­lífið ljúft

Systkin­in eru úr Aust­ur-Barðastrand­ar­sýslu og eru níu þeirra al­systkini, en tvö sam­feðra hinum. „Það var fínt að al­ast upp í svona stór­um systkina­hópi,“ seg­ir Sig­fús Gunn­ars­son, eitt systkin­anna. Hann er sá ní­undi í röðinni. „Ég er aft­ar­lega í röðinni þannig að elstu bræður mín­ir voru flutt­ir að heim­an þegar ég fór að muna eft­ir mér,“ seg­ir Sig­fús. Hóp­ur­inn skipt­ist í tvær dæt­ur og níu syni. Faðir systkin­anna hét Gunn­ar Jóns­son, fædd­ur 1896 á Króks­fjarðarnesi og átti hann níu börn með Sól­rúnu Helgu Guðjóns­dótt­ur og tvö með Jó­hönnu Stef­an­íu Guðjóns­dótt­ur. Að sögn Sig­fús­ar var móðir hans, Sól­rún, mikið kjarna­kvendi. „Það er auðvitað mikið álag að ala níu börn og halda heim­ili af þess­ari stærð, sér­stak­lega fyr­ir konu í sveit sem líka þarf að sinna ýms­um bú­störf­um,“ seg­ir Sig­fús. „Mamma var sem bet­ur fer mjög heilsu­hraust, ég man varla eft­ir að henni yrði nokk­urn tím­ann mis­dæg­urt,“ seg­ir Sig­fús. Hann ber upp­vexti í sveit­inni vel sög­una. „Þetta var áhyggju­laust líf og ljúft, fyr­ir okk­ur krakk­ana að minnsta kosti,“ seg­ir hann. Systkin­in gengu í far­skóla. „Þá var skól­inn hald­inn til skipt­is á bæj­um í sveit­inni, heima og á þrem­ur öðrum bæj­um,“ seg­ir Sig­fús og nefn­ir að hann hafi byrjað að ganga í skól­ann 10 ára gam­all, þá læs og skrif­andi eins og tíðkaðist á þeim tíma.

Þrír Hall­dór­ar, tveir Guðjón­ar

Í systkina­hópn­um bera þrír nafnið Hall­dór, einn að milli­nafni, og tveir nafnið Guðjón, en að sögn Sig­fús­ar eru nöfn­in sótt aft­ur í ætt­ir. Systkina­hóp­ur­inn hef­ur að mestu leyti haldið sig á Suðvest­ur­landi en flest þeirra eru bú­sett í Reykja­vík. Þau starfa við ólíka hluti. „Elstu bræður mín­ir, Ólaf­ur og Guðjón, gerðust bænd­ur, Skúli varð kenn­ari og við Hall­dór fór­um í Sam­vinnu­skól­ann,“ seg­ir Sig­fús.

Tólf sváfu í baðstof­unni

Þrátt fyr­ir að ein­hver systkin­anna hafi verið far­in að heim­an þegar Sig­fús var barn var heim­ilið engu að síður fjöl­mennt.

„Í upp­vexti mín­um voru á heim­il­inu sex til sjö börn, og svo voru líka móður­amma mín og afi inni á heim­il­inu auk tveggja móður­systra,“ seg­ir Sig­fús. Því voru um 14 manns á heim­il­inu þegar mest lét. Að sögn Sig­fús­ar var oft þröng á þingi.

„Ég fædd­ist og ólst upp í baðstofu að forn­um sið. Þar sváfu flestall­ir heim­il­is­meðlim­ir, nema pabbi og mamma,“ seg­ir hann. „Það var þó alltaf gott sam­komu­lag og eng­in meiri­hátt­ar rifr­ildi,“ seg­ir Sig­fús. „Það var alltaf nóg­ur mat­ur fyr­ir alla, þótt stund­um hafi úr­valið verið held­ur ein­hæft, mikið var um saltað kjöt og fisk,“ seg­ir Sig­fús.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert