Búast má við snjómuggu á heiðum

Hellisheiði eystri
Hellisheiði eystri mbl.is/Gúna

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að í því kuldakasti sem nú gengur yfir landið megi gera ráð fyrir snjómuggu á Fjarðarheiði og Hellisheiði eystri og síðar mögulega einnig efst á Oddsskarði. Eins á öræfunum norðan Vatnajökuls og á Sprengisandsleið. 

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að þar sem vegir eru víða blautir eða rakir sé rétt fyrir ökumenn að vera á varðbergi gagnvart hálkublettum eftir að rökkva tekur. Gildir það um vegi allt niður í 100 til 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Einkum á það við um Norðurland austan Eyjafjarðar og Austurland. Þá eru varasamar vindhviður, allt að 30-40 m/s, við Hornafjörð og austur í Berufjörð fram á nótt. Síðar í kvöld má búast við slíkum hviðum á Vatnsskarði eystra.

Þungfært er um Sprengisand vegna snjóa, ekki er vitað um aðstæður á öðrum leiðum og er fólk beðið að hafa varann á ef það ætlar að fara upp á hálendið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert