Skattaskuldir geta komið í veg fyrir að skuldarar geti nýtt sér greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara.
Til stendur að endurskoða löggjöf um greiðsluaðlögun í velferðarnefnd.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á sæti í velferðarnefnd. Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir hún sjálfsagt að nefndin taki það upp hvers vegna ríkið sé svo ósveigjanlegt þegar kemur að innheimtuaðgerðum. „Mér finnst sjálfsagt að við tökum það upp í velferðarnefnd að spyrja af hverju ríkið sjálft er alltaf harðasti innheimtuaðilinn sem gefur minnst eftir. Ríkið vill alltaf sitt áður en hægt er að ganga til samninga annars staðar,“ segir Ragnheiður.