Afhentu bænum afmælisgjöf

Leik- og grunnskólabörn afhentu Akureyringum í dag stórt mósaíklistaverk með afmælismerki bæjarins. Í dag eru 150 ár frá því Akureyri fékk kaupstaðarréttindi.

Börnin komu í skrúðgöngu á Ráðhústorgið í dag og afhentu Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra verkið. Hópurinn söng að því loknu afmælissönginn fyrir bæjarfélagið.

Haldið er upp á afmæli bæjarins með margskonar hætti í dag. Kl. 15 verður opnuð sýningin Arsborealis – Menning, list og saga á norðurhveli jarðar, í Sjónlistarmiðstöðinni.

Þá hefjast tónleikar í Hofi í kvöld sem kallast Tónagjöf Akureyringa.

Hér má skoða ítarlega dagskrá afmælishátíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert