Forsætisráðherrar á Þingvöllum

Hallur Hallsson
Hallur Hallsson

„Á mánudag átti Jóhanna Sigurðardóttir fund á Þingvöllum með hinni dönsku Thorning-Schmidt þar sem rætt var um aðlögun Íslands að Evrópusambandinu. Það er athygli vert að formaður Samfylkingarinnar kaus að fara með danskan forsætisráðherra til Þingvalla til þess að ræða afsal á fullveldi íslenskrar þjóðar,“ segir Hallur Hallsson, blaðamaður og rithöfundur, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni spyr Hallur m.a.: „Ætli danski ráðherrann hafi spurt af hverju Jóhanna skrökvi að þjóð sinni og tali um að „kíkja í pakka" þegar viðræður snúast um fulla aðlögun að ESB? Ætli danski ráðherrann hafi lagt að Jóhönnu að samþykkja 3-5 prósent af makrílstofninum þegar þriðjungur hans er í íslenskri lögsögu?

Ætli Jóhanna hafi spurt hinn danska kollega hvað hann hafi gert til að styðja málstað Íslands í makríldeilunni; af hverju ESB hafi undir forræði Dana hafið málarekstur gegn Íslandi í Icesave-deilunni?“

Í niðurlagi greinar sinnar segir Hallur: „Jóhanna fór til Þingvalla með hina dönsku stallsystur sína sem segist styðja inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ætli Jóhanna hafi skýrt Thorning-Schmidt frá eindreginni andstöðu Íslendinga við inngöngu í Evrópusambandið fremur en Stefán Jóhann sagði Stauning sannleikann sumarið 1939?“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert