Eygló Harðardóttir alþingismaður segir að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra verði að skýra betur hvers vegna hann hafi við ráðningu sýslumanns á Húsavík tekið karl fram yfir konu og þar með brotið jafnréttislög.
Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Ögmundur hafi brotið jafnréttislög í fyrra þegar hann réð karlmann í embætti sýslumanns á Húsavík.
Eygló minnir á að Ögmundur sé fyrrverandi formaður BSRB. „Eftir sit ég og hugsa: af hverju, Ögmundur?
Eru konur verri í að skera niður en karlar? Eru konur síðri í að stjórna starfsmönnum?
Af hverju? Hann hlýtur að þurfa að skýra mál sitt betur,“ segir Eygló á blogsíðu sinni.