„Ósættanlegur ágreiningur“

Hjörvar og Héðinn mættust í upphitunarmótinu á laugardag.
Hjörvar og Héðinn mættust í upphitunarmótinu á laugardag. mbl.is/Ómar

Breytingar voru gerðar á íslenska ólympíuliðinu í skák á síðustu stundu. Héðinn Steingrímsson, sem tefla átti á efsta borði, fór úr liðinu og við sæti hans tók Dagur Arngrímsson. Ólympíumótið fer fram í Tyrklandi.

„Ástæða þessarar breytingar er sú að upp var kominn ósættanlegur ágreiningur innan íslenska liðsins sem ekki reyndist unnt að leysa með svo skömmum fyrirvara,“ segir í yfirlýsingu frá Gunnari Björnssyni, forseta Skáksambands Íslands, og Jóni Gunnari Jónssyni, formanni landsliðsnefndar SÍ, á skák.is í gær.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ástæðan fyrir breytingunni á liðinu atvik sem komu upp í skák milli Héðins og Hjörvars Steins Grétarssonar á upphitunarmóti ólympíufaranna sem fram fór í Kringlunni sl. laugardag. Á meðan skákinni stóð munu hafa komið fram ásakanir á báða bóga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert