Jarðskjálfti upp á 4,6 stig

Jarðskjálfti upp á 4,6 stig reið yfir nú um tólfleytið (11:59). Upp­tök skjálft­ans eru skammt frá Víf­ils­felli, skammt frá skíðasvæðinu í Bláfjöll­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá jarðskjálfta­sviði Veður­stofu Íslands er þetta með stærri skjálft­um sem hafa riðið yfir á þessu svæði.

Seg­ir jarðeðlis­fræðing­ur á Veður­stof­unni að alltaf sé tölu­verð skjálfta­virkni á Reykja­nes­inu en eng­in óeðli­leg virkni hafi verið á þessu svæði áður en jarðskjálft­inn reið yfir nú um tólf.

Jarðskjálft­inn fannst mjög vel á höfuðborg­ar­svæðinu og víða um Suður­land, meðal ann­ars á Sel­fossi og í Fljóts­hlíðinni. Les­andi mbl.is á Sel­fossi seg­ir að skjálft­inn hafi fund­ist ágæt­lega þar. „Eng­inn titr­ing­ur kom held­ur bara eins og létt spark í stól­inn hjá manni.“ 

Eins hafa les­end­ur mbl.is í Vest­manna­eyj­um, Búðar­dal, Hvera­gerði og fleiri stöðum látið vita að þeir hafi fundið greini­lega fyr­ir skjálft­an­um.

Harpa Vign­is­dótt­ir sem býr í Þor­láks­höfn fann jarðskjálft­ann mjög vel þar. Hún sat í sóf­an­um heima hjá sér er jarðskjálft­inn reið yfir.  „Það kom eins og smá högg á hann fyrst og síðan titr­ing­ur. Ljósakrón­an í loft­inu sveiflaðist lengi eft­ir að skjálft­inn var bú­inn,“ seg­ir Harpa.

Nokkr­ir eft­ir­skjálft­ar hafa fylgt í kjöl­far stóra skjálft­ans

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Mart­in Hensch, jarðskjálfta­fræðingi á Veður­stof­unni, voru upp­tök skjálft­ans á 5,8 km dýpi á 64.00107°N 21.59168°W.

Nokkr­ir eft­ir­skjálft­ar hafa fylgt í kjöl­far stóra skjálft­ans en þeir eru all­ir tvö stig eða minna. Grannt er fylgst með jarðhrær­ing­un­um á jarðskjálfta­sviði Veður­stof­unn­ar.

Til­kynn­ing frá al­manna­vörn­um sem barst klukk­an 12:30

„Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 átti upp­tök sín rétt norður af Bláfjalla­skála klukk­an 11:59 í morg­un. Jarðskjálft­inn fannst greini­lega á höfuðborg­ar­svæðinu og víðar á Suð-Vest­ur­landi. Bú­ast má við eft­ir­skjálft­um í kjöl­far jarðskjálft­ans.“

Hér er hægt að sjá áhrifa­svæði skjálft­ans

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert