Lýðveldið kvatt?

Ágúst Þór Árnason
Ágúst Þór Árnason

„Í kjöl­far hruns ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins í októ­ber 2008 varð þó nokk­ur umræða um nauðsyn þess að hefja rót­tæka end­ur­skoðun ís­lensku stjórn­ar­skrár­inn­ar án þess þó að bent væri á aug­ljós tengsl henn­ar við áfallið sem riðið hafði yfir þjóðina,“ seg­ir Ágúst Þór Árna­son, braut­ar­stjóri við laga­deild Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Seg­ir hann m.a. að þrátt fyr­ir áköll um nýja stjórn­ar­skrá og nýtt lýðveldi hafi lítið farið fyr­ir grein­ingu á brota­löm­um gild­andi stjórn­ar­skrár eða nauðsyn þess að stofna nýtt lýðveldi. Ágúst Þór seg­ir að það hafi verið full­yrt að nú­gild­andi stjórn­ar­skrá hefði aldrei verið hugsuð nema til bráðabirgða auk þess sem hún væri dansk-ættuð og með öllu ónot­hæf í nú­tíma­legu lýðræðis­sam­fé­lagi Íslend­inga.

Í grein sinni seg­ir Ágúst Þór m.a.: „Eins og stjórn­ar­skrár­málið ligg­ur fyr­ir á þess­ari stundu kann svo að virðast að val­kost­irn­ir séu aðeins tveir: Að sætta sig við óbreytta stjórn­ar­skrá (og stjórn­skipu­lega stöðnun) eða samþykkja frum­varp stjórn­lagaráðs og þá jafn­vel með ein­hverj­um breyt­ing­um. Það hef­ur háð allri umræðu um stjórn­ar­skrár­mál að ekki hafa komið fram nán­ar út­færðar hug­mynd­ir um hvernig slík til­laga gæti litið út. Úr þessu höf­um við Skúli Magnús­son, dós­ent við laga­deild Há­skóla Íslands, séð okk­ur knúna til að bæta með því að birta op­in­ber­lega heild­ar­til­lögu að end­ur­skoðaðri stjórn­ar­skrá.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka