Úrskurðurinn áfall fyrir stjórnina

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra braut jafnréttislög samkvæmt dómi kærunefndar jafnréttismála.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra braut jafnréttislög samkvæmt dómi kærunefndar jafnréttismála. Ómar Óskarsson

Femínistafélag Íslands ályktar að það sé óviðunandi að ráðherrar brjóti jafnréttislög.
Félagið tekur undir með framkvæmdastýru Jafnréttisstofu og krefst þess að skotheldar reglur verði settar varðandi ráðningar á vegum hins opinbera.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. Þar hvetur félagið innanríkisráðherra til að taka nýfallinn dóm kærunefndar jafnréttismála alvarlega og taka til sín þær ábendingar sem þar koma fram um hvernig betur hefði verið hægt að standa að málum.

„Úrskurðurinn hlýtur að teljast áfall fyrir ríkisstjórn sem hefur talað djarflega og af metnaði í jafnréttismálum. Femínistafélagið hvetur stjórnvöld eindregið til að taka úrskurði kærunefndar jafnréttismála alvarlega og grípa til aðgerða til að fyrirbyggja frekari brot ráðherra og stjórnvalda á jafnréttislögum,“ segir í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert