Vilja nýta Hörpu

Ráðstefnu og tónlistarhúsið Harpa við Reykjavíkurhöfn
Ráðstefnu og tónlistarhúsið Harpa við Reykjavíkurhöfn mbl.is/Júlíus

Ljóst er að tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa í Reykjavík getur orðið þungur baggi á skattgreiðendum og því er reynt að auka tekjurnar með öllum ráðum.

Rætt er m.a. um að kynningarmiðstöðvar listgreina flytji ef til vill starfsemi sína í ónotað húsnæði í Hörpu.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að málið sé á frumstigi en þar sem áður hafi verið talað um að finna eitt húsnæði fyrir allar kynningarmiðstöðvarnar lægi beint við að athuga ónotað húsnæði í Hörpu. Um er að ræða allt að fimm miðstöðvar, starfsmenn hverrar fyrir sig eru einn til tveir og því ljóst að varla er um miklar leigutekjur að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert