Ljóst er að starfsemi hótela og gistiheimila er víða rekin við þolmörk og svigrúm til að taka á sig skerðingu á tekjum, sem óhjákvæmilega fylgdi hækkun virðisaukaskattsþreps þjónustunnar, er ekki til staðar.
Þetta er á meðal niðustaðna í nýrri skýrslu sem KPMG hefur unnið fyrir Samtök ferðaþjónustunnar um áhrif fyrirhugaðra breytinga á virðisaukaskatti á hótelrekstur úr 7% í 25,5%.
Byggist skýrslan á upplýsingum frá 35 hótelum og gististöðum sem varlega áætlað veltu yfir 80% af heildarumsvifum í hótelrekstri á landinu árið 2011.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að sérstaka athygli vaki hve framlegð hótelfyrirtækja hér á landi er í raun og veru lág eða tæp 6% árið 2011. Virðist starfsemin víða rekin við þolmörk og má lítið út af bregða til að hún verði neikvæð.