Ekki verður siglt frá Landeyjahöfn vegna mikillar ölduhæðar og fyrsta ferð Herjólfs fellur því niður. Athuga á með aðra ferð klukkan níu.
Klukkan sjö í morgun var ölduhæð 3,1-3,6 metrar.
Samkvæmt spánni á ölduhæðin að ganga niður um hádegið en rísa aftur þegar líða fer á daginn.
Farþegar eru beðnir að fylgjast vel með á heimasíðu Herjólfs eða hringja í síma 481-2800.