Ísland vann Tyrkland

Þröstur Þórhallsson tefldi glæsilega skák í dag og vann.
Þröstur Þórhallsson tefldi glæsilega skák í dag og vann.

Skáksveit Íslands í opnum flokki vann 2,5-1,5 sigur á b-sveit Tyrkja í dag í æsispennandi viðureign.  

Þröstur Þórhallsson tefldi glæsilega skák þar sem hann átti hvern þrumuleikinn á fætur öðrum, fórnaði fyrst drottningu fyrir hrók og síðar hrók og var um tíma heilli drottningu undir.   Henrik Danielsen vann einnig á fyrsta borði en Dagur Arngrímsson gerði jafntefli.  Hjörvar Steinn Grétarsson tapaði.

Kvennaliðið tapaði 0,5-3,5 fyrir ofursveit Ungverja.  Jóhanna Björg Jóhannsson átti gott jafntefli gegn Anitu Gara en aðrar skákir töpuðust.

Liðið í opnum flokki hefur 6 stig af 8 mögulegum en liðið í kvennaflokki hefur 4 stig.  

Hægt er að sjá skákirnar á þessari vefslóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka