Ragnheiður Elín: Steingrímur, skipulagið og blærinn

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir Friðrik Tryggvason

Ragnheiður Elín Árnadóttir gerir að umtalsefni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, orð formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, í útvarpsþætti á Rás 2 í vikunni þar sem hann var meðal annars spurður út í komandi þing í ljósi átaka á því síðasta. Sagði þá Steingrímur m.a. að það væri æskilegt að það tækist að „skipuleggja þetta betur núna og hafa betri blæ á þessu“.

Ragnheiður Elín fagnar þessum ummælum og segist ánægð með „að svo virðist að hann [Steingrímur] sjái loksins að skipulagið og verkstjórnin hjá ríkisstjórninni hafi kannski ekki verið til fyrirmyndar fram að þessu.“ ...  „Hingað til hefur ríkisstjórnin rekið bæði fólk og fyrirtæki í vörn með aðgerðum sínum, vörn gegn vondum lögum, auk þess sem gæluverkefni sem sundra þjóðinni eru sífellt sett á oddinn,“ segir Ragnheiður Elín og lofar að stjórnarandstaðan muni eftir sem áður berjast gegn slíkum málum.

Ragnheiður vonast til að þessi ummæli þýði að tillögur frá stjórnarandstöðunni fái betri viðtökur frá stjórnarflokkunum á komandi þingi.

Grein Ragnheiðar Elínar er á blaðsíðu 25 í Morgunblaðinu í dag en áskrifendur geta einnig lesið hana HÉR.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert