Vilja að Ögmundur biðjist afsökunar

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fram kem­ur í álykt­un frá stjórn Ungra vinstri grænna að hún harmi frétt­ir af brot­um Ögmund­ar Jónas­son­ar inn­an­rík­is­ráðherra á jafn­rétt­is­lög­um, en eins og mbl.is hef­ur fjallað um komst kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála að því í vik­unni að brotið hefði verið gegn lög­un­um við skip­an í embætti sýslu­manns á Húsa­vík.

„Af­sak­an­ir inn­an­rík­is­ráðherra í fjöl­miðlum eru hon­um og Vinstri­hreyf­ing­unni – grænu fram­boði til minnk­un­ar og sér­stak­lega öm­ur­legt að það komi ít­rekað fyr­ir í stjórn­artíð VG að ráðherr­ar brjóti jafn­rétt­is­lög,“ seg­ir enn­frem­ur í álykt­un­inni.

Þá seg­ir að það sé skil­yrðis­laus krafa UVG að ráðherr­ar flokks­ins fari að lög­um í orði og á borði og axli ábyrgð ger­ist þeir sek­ir um mis­tök í starfi. „Inn­an­rík­is­ráðherra ber að biðjast af­sök­un­ar á fram­göngu sinni í þessu máli og leiðrétta mis­tök sín.“

Álykt­un­in í heild:

Stjórn Ungra vinstri grænna harm­ar frétt­ir sem nú ber­ast þess efn­is að Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra hafi brotið jafn­rétt­is­lög við ráðningu í embætti sýslu­manns á Húsa­vík. Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála hef­ur úr­sk­urðað að sett­ur sýslumaður á Akra­nesi hafi verið hæf­ari en hinn ráðni í fjór­um hæfn­isþátt­um af átta og jafn­hæf í þrem­ur. Þó ekki kæmi til að kon­ur eru nú í minni­hluta í embætt­um sýslu­manna og bæri að haga ráðningu eft­ir því, væru um­sækj­end­ur jafn­hæf­ir, eins og inn­an­rík­is­ráðherra líkt og inn­an­rík­is­ráðherra túlk­ar úr­sk­urð nefnd­ar­inn­ar.

Af­sak­an­ir inn­an­rík­is­ráðherra í fjöl­miðlum eru hon­um og Vinstri­hreyf­ing­unni – grænu fram­boði til minnk­un­ar og sér­stak­lega öm­ur­legt að það komi ít­rekað fyr­ir í stjórn­artíð VG að ráðherr­ar brjóti jafn­rétt­is­lög. Op­in­ber­ar stöðuveit­ing­ar eiga ekki að ráðast af hug­lægu mati sitj­andi ráðherra frem­ur hæfn­ismati og lög­um í land­inu eða þá þeirri stefnu sem hreyf­ing­in, í hvers nafni ráðherra sit­ur, berst fyr­ir. Ung vinstri græn gera þá skil­yrðis­lausu kröfu að ráðherr­ar sem sitja í nafni flokks­ins fari að lög­um bæði í orði og á borði og geti axlað ábyrgð ger­ist þeir sek­ir um mis­tök í starfi. Inn­an­rík­is­ráðherra ber að biðjast af­sök­un­ar á fram­göngu sinni í þessu máli og leiðrétta mis­tök sín.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert