Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 reið yfir um kl. 16:30 í dag. Hann átti upptök um 7 km norðaustur af Grindavík.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið, en þeir séu allir undir 1,5. Í tilkynningunni segir að Veðurstofan fylgist vel með skjálftavirkninni.
Ekki eru nema þrír dagar síðan jörð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins skalf þegar jarðskjálfti upp á 4,6 stig reið yfir. Upptök skjálftans voru skammt frá Vífilsfelli, ekki langt frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Þetta er með stærri skjálftum sem hafa riðið yfir á þessu svæði.