Hagrætt á fréttastofu RÚV

Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Talsverðar breytingar hafa verið kynntar á fréttastofu Ríkisútvarpsins um mánaðamótin. Magnúsi Hlyni Hreiðarssyni, fréttamanni RÚV á Selfossi, er sagt upp en hann hefur starfað sem verktaki.

Að sögn Páls Magnússonar útvarpsstjóra er fyrst og fremst um að ræða tilfæringar í hagræðingarskyni. Spurður um Magnús Hlyn benti hann á að á Suðurlandi yrði eftir sem áður fréttamaður í Vestmannaeyjum áfram við störf og myndi hann geta sinnt öðrum hlutum landshlutans.

„Óðinn Jónsson fréttastjóri sagði mér bara í dag að nýtt rekstrarár væri að hefjast, það yrði hagræðing og ég látinn fjúka, það gerist núna á miðnætti,“ sagði Magnús Hlynur. „Ég skil ekki alveg hagræðinguna við að senda RÚV-bíl með fréttamann og tökumann hingað austur til að ná í fréttir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert