„Meðhöndluð eins og önnur fyrirtæki“

Arion banki segir hugsanlegt að Jón Ásgeir og Víglundur Þorsteinsson …
Arion banki segir hugsanlegt að Jón Ásgeir og Víglundur Þorsteinsson séu að vísa til lista yfir 40 stærstu skuldunauta bankans. mbl.is

„Eins og áður hefur komið fram þá er fráleitt að til hafi verið listi innan Arion banka yfir lífvænleg fyrirtæki sem bankinn ákvað að taka frá eigendum sínum í tengslum við skuldauppgjör á milli gamla Kaupþings og nýja bankans.“

Þetta segir Haraldur Guðni Eiðsson á upplýsingafulltrúi Arion banka vegna greinar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Fréttablaðinu í dag þar sem bankinn er sakaður um að hafa verið með lista yfir fyrirtæki sem „sem á að kála“, eins og tekið er til orða í greininni með tilvísun í orð fyrrverandi starfsmanns bankans.

Hugsanlega verið að vísa til lista yfir 40 stærstu skuldunauta

„Við stofnun Arion banka 2008 var útbúinn listi yfir 40 stærstu skuldunauta bankans. Horft var til þróunar þessara lána við skuldauppgjör gamla og nýja bankans. Þessi 40 fyrirtækjalán voru allt frá því að vera mjög góð lán sem innheimtast að fullu til lána þar sem líkur á endurheimtum voru takmarkaðar. Hugsanlega er verið að vísa til þessa lista,“ segir Haraldur Guðni.

„Fyrirtækin í engu meðhöndluð með öðrum hætti en önnur“

Hann segir þessi fyrirtæki í engu hafa verið meðhöndluð með öðrum hætti en önnur og að hagur Arion banka, hvað þessi fyrirtæki varðar sem og önnur fyrirtæki í viðskiptum við bankann, felist í framtíðarvelgengni þeirra.

„Sem betur fer gildir það um langflest þeirra 1.000 fyrirtækja sem farið hafa í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá Arion banka, að endurskipulagning þeirra hefur farið fram í samvinnu við eigendur. Í einhverjum tilvikum var staða fyrirtækja með þeim hætti að ekki varð hjá því komist að bankinn tæki félag yfir eða gengi að sínum veðum,“ segir Haraldur Guðni en að baki slíkum ákvörðunum hafi ávallt legið ítarleg greining á stöðu fyrirtækjanna og lífvænleika þeirra.

Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka.
Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert