Ólafur Ragnar og Jóhanna á Akureyri

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti Akureyri í dag sem fagnar um þessar mundir 150 ára afmæli. Forsetinn og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sátu saman og fylgdust með hátíðardagskrá sem fram fór á Akureyrarvelli.

Margir hafa heimsótt bæinn til að taka þátt í hátíðarhöldunum, en fjölbreytt dagskrá var í dag um allan bæ.

Gengið var í skrúðgöngu að Akureyrarflugvelli í dag þar sem fram fór hátíðardagskrá. Aðalræðumaður var Páll Skúlason, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Á eftir fylgdi fjölbreytt tónlist, gömul og ný, kórar og söngvarar. Gestir á hátíðinni fögnuðu sérstaklega Helenu Eydal söngkonu.

Mikið var um að vera í Listagilinu í allan dag. Listamaðurinn Joris Rademaker opnaði m.a. sýninguna Framhald. Á Ráðhústorginu fór fram BarnaGaman á vegum Fimleikafélags Akureyrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert